Mistök að taka þátt í viðskiptabanni gegn Rússum

Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna.

Það voru mistök af hálfu Íslands að taka þátt í viðskiptabanni gegn Rússum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur þingmanns Vinstri grænna í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Lilja segir að hún hafi sínar efasemdir um viðskiptabannið og segir að málið lykti af hræsni ” ég hef haft mínar efasemdir um þetta viðskiptabann þó ég fari ekki nánar út í það en miðað við forsöguna hér áður fyrr þegar við sem þjóð gátum treyst á það að Rússar keyptu af okkur vörur á erfiðum tímabilum þá voru það þeir markaðir sem hjálpuðu þjóðinni í gegnum þrengingar svo mér hefur þótt þetta mjög einkennilegt þar sem að það virðist vera að hinar stóru þjóðir haldi áfram í viðskiptum sínum við Rússa þó að þetta viðskiptabann bitni með þessum hætti á okkur hérna á Íslandi sem eigum svona mikið undir, mér finnst svolítil hræsni vera til staðar þegar þessar stærri þjóðir í Evrópusambandinu haldi áfram ýmsum viðskiptum við Rússa“,segir Lilja.

Athugasemdir

athugasemdir