Mistök við talningu atkvæða í Svíþjóð, Svíþjóðardemókratar bæta við sig manni

Mistök voru gerð við talningu atkvæða í þingkosningunum í Svíþjóð og eftir leiðréttingu kom í ljós að Svíþjóðardemókratar ættu inni eitt þingsæti og hafa því nú 63 þingsæti í stað 62 sæta. Það sæti sem Svíþjóðardemókratar áttu inni kemur frá Miðflokknum og því ljóst að nú er vinstri blokkin með 144 þingmenn og hægri blokkin 142 menn. Mistökin í atkvæðatalningunni áttu sér stað í Vestur-Götalandi og urðu með þeim hætti að atkvæði til þingsins fóru óvart sem atkvæði til lénsstjórna. Marja Lemne lektor við háskólann í Södertörn segir í viðtali við TT að hún hafi fylgst með kosningum í 50 ár en telji að nú sér kominn tími til að yfirfara allt kosningakerfið.” Heimasíða kjörstjórnar datt út og samningur við póstinn virkar ekki. Kannski er kominn tími til að skipa rannsóknarnefnd þingsins til að yfirfara kosningakerfið og laga það”,segir Marja.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila