„Mjög slæm vegferð inn í framtíðina að ætla að kæfa umræðuna“

mthorMagnús Þór Hafsteinsson ritstjóri, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður segir þá sem standa að þöggunartilburðum í samfélaginu með ýmsum hætti eiga eftir að brenna sig á því síðar meir. Magnús sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar segir að þeir þöggunartilburðir sem meðal annars hafa beinst að Útvarpi Sögu að undanförnu beri einkenni ofsafenginna viðbragða í þá átt að reyna að kæfa umræðuna „ ég hef verið að fylgjast með orðræðunni að undanförnu og til að mynda orðræðunni sem snýr hér að Útvarpi Sögu og ég fyllist ónotakennd þegar ég fylgist með þessu úr fjarlægð og mér finnst fólk fara mjög mikið offari í viðbrögðum sínum, þeir eru ekki sammála því sem þeir heyra í fjölmiðlinum, þá er farið af stað og þá er gripið til mjög ofsafenginna aðgerða, eins og það að ætla að ráðast á þá viðskiptavini sem auglýsa á Útvarpi Sögu, þetta eru fáránleg viðbrögð, þau eru alveg út í hött„,segir Magnús.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila