Móðguðust vegna lækkaðrar stöðu ESB innan Bandaríkjanna

Donald O´Sullivan sendifulltrúi ESB í Washington.

Donald Trump lét færa niður ESB frá stöðu þjóðar í stöðu alþjóðasamtaka sem þýddi að sendiherra ESB í Washington, Donald O´Sullivan, var ekki boðið að vera viðstaddur ýmsa háttsetta fundi.

Þegar ESB-elítan uppgötvaði málið lagðist dökkt ský móðgunar og gremju yfir aðalstöðvar ESB í Brussel. Búrókratarnir náðu ekki upp í nef sér vegna „framferði“ Bandaríkjamanna við þá útvöldu.
 „Þetta er sko ekki samkvæmt regluverkinu heldur augsýnilega gert í pólitískum tilgangi“ sagði ónafngreindur diplómati ESB í Washington.
ESB fékk stöðu „þjóðar“ í september 2016, þegar samið var við ríkisstjórn Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseta. Spenna ríkir í viðskiptum ESB og USA vegna ESB-tolla af bandarískum vörum og hótunum Trumps um að m.a. setja tolla á bíla frá ESB, ef ESB sýni ekki meiri sanngirni í viðskiptum við Bandaríkin. Bílatollar kæmu sér aðallega illa fyrir þýzka bílaframleiðendur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila