Mótlætið eykur vinsældir Trump

Donald Trump forseti Bandaríkjanna.

Áróðurspistill nafnleysingja sem birtur var í New York Times á dögunum þar sem farið var ófögrum orðum um Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur haft þau áhrif að vinsældir forsetans hafa aukist á undanförnum tveimur dögum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í þættinum Heimsfréttir. Fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Að sögn Guðmundar telja ýmsir að nafnlausi pistilinn sé skrifaður af Mike Pence Guðmundur segir flest benda til þess að áróðurinn sem beint hefur verið gegn Trump að undanförnu snúist um að menn vilji græða á þeim sögum sem þeir setja fram í formi blaðagreina og bóka, auk þess sem peningaöflin hafi af því hagsmuni að koma höggi á forsetann ” hann hefur auðvitað verið að framkvæma hluti sem koma við kaunin á peningafólkinu og þess vegna vill það koma á hann höggi“,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila