Mótmælandi lemstraðist í átökum um skilti á Austurvelli

jjMótmælandinn Jón Jónsson fyrrverandi verkalýðsleiðtogi á Akranesi sem stóð ásamt félögum sínum úr Íslensku þjóðfylkingunni á Austurvelli með skilti þar sem hann mótmælti nýjum útlendingalögum lemstraðist í átökum við Vigdísi Ósk Howser Harðardóttur um skiltið þegar hún reif það úr höndum hans. Forsaga málsins er sú að annar hópur mótmælenda mætti á Austurvöll til þess að mótmæla þeim mótmælum sem fyrir voru á Austurvelli, en snörp orðaskipti urðu milli hópanna tveggja. Jón sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun lýsti fyrir hlustendum atburðarrásinni þegar mótmælandi úr hópi andstæðinga Íslensku þjóðfylkingarinnar tók sig til og reif af honum skiltið „ ég stóð nú bara rólegur þarna svolítið afsíðis með skiltið mitt og ég veit ekki fyrr til heldur en að það er hrifsað í skiltið og ég hélt nú svolítið í það, ég sá nú ekkert þessa konu fyrr en seinna en hún hrifsaði það af mér skiltið en ég sleppti því fyrir rest en ég fékk flís í höndina, og þegar ég sneri mér við sá ég bara undir hælana á henni þar sem hún hleypur með skiltið og hleypur á bak við tré eða runna þar sem hún brýtur það eins og brjáluð manneskja og hoppar á skiltinu öskrandi og æpandi, ég var alveg yfir mig gáttaður„,segir Jón.

Gerandinn kom aftan að honum

Jón segir að Vigdís hafi ekki getað séð hvað stóð á skiltinu þar sem hún kom aftan að honum þegar hún lagði til atlögunnar við hann “ hún hefur ekki getað séð skiltið þar sem hún kom aftan að mér sko, það sem stóð á þessu skilti var að við krefðumst þess að taka til baka þessi lög, það var ekkert annað sem stóð á þessu skilti„. Aðspurður um hvernig hann hafi brugðist við uppákomunni segir Jón “ ég gat náttúrulega ekkert annað en bara brosað að þessu, mér fannst manneskjan svo brjálæðislega tryllingsleg að það var engu líkt að þetta væri heilbrigð manneskja„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila