Mótmæli ”gulu vestanna” halda áfram í Frakklandi – einnig í London

Um 50 þúsund manns mótmæltu á laugardaginn – áttundu vikuna í röð í París og fleiri borgum í Frakklandi. Þá voru mótmælendur í gulum vestum einnig í London. Myndir með átökum mótmælenda og lögreglu ganga á félagsmiðlum og lögreglan beitti sem fyrr táragasi á mótmælendur.

Mótmælendur krefjast afsagnar Frakklandsforseta og afnáms fríðinda elítunnar.  Í yfirlýsingu til Emmanuel Macron Frakklandsforseta segir að ”illskan muni breytast í hatur ef þú og þínir samstarfsmenn haldið áfram að líta niður úr hásætinu á venjulegt fólk sem betlara„. Óvinsældir Frakklandsforseta hafa náð nýjum hæðum og segjast 75% Frakka vera óánægðir með stefnu stjórnvalda í nýrri skoðanakönnun. Í London brenndu mótmælendur í gulum vestum ESB-fánann og til óeirða kom á Westminster brú og þrír menn handteknir.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila