Mugabe hrakinn frá völdum

Robert Mugabe situr nú í stofufangelsi.

Robert Mugabe forseti Simbabve hefur verið handtekinn og hnepptur í stofufangelsi og fer nú herinn  með völd landsins. Á götum höfuðborgarinnar Harare má sjá skriðdreka og þungvopnaða hermenn sem halda uppi lögum og reglu og þá hefur ríkisfjölmiðlum verið gert að hætta útsendingum. Hermálayfirvöld í landinu segir að aðgerðirnar hafi ekki síst beinst að spilltum aðstoðarmönnum forsetans og að ekki sé um valdarán að ræða, heldur aðgerðir til þess að sporna gegn spillingu sem valdi félagslegum þjáningum í landinu. Ekkert hefur verið gefið út um hver næstu skref hermálayfirvalda verða og því ríkir mikil pólitísk óvissa í Simbabve.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila