Myndin Kona fer í stríð tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð er meðal þeirra fimm kvikmynda sem tilnefndar hafa verið til  kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Tilkynnt var um valið í dag á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi, en þar var greint frá hvaða kvimyndir frá Norðurlöndunum fimm (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hljóti tilnefningu til verðlaunanna en þau eru mjög eftirsótt meðal kvikmyndagerðarfólks. Verðlaunin verða veitt í 15. sinn við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 30. október 2018 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Osló, Noregi.

Þær kvikmyndir sem tilnefndar voru eru:

ÍSLAND – Kona fer í stríð (enskur titill: Woman at War) í leikstjórn Benedikts Erlingssonar (leikstjórn / handrit), Ólafur Egill Egilsson (handrit).
DANMÖRK – Vetrarbræður (á frummáli: Vinterbrødre / enskur titill: Winter Brothers) í leikstjórn Hlyns Pálmasonar (leikstjórn / handrit).
FINNLAND – Góðhjartaði drápsmaðurinn (á frummáli: Armomurhaaja / enskur titill: Euthanizer) í leikstjórn Teemu Nikki (leikstjórn / handrit).
NOREGUR – Thelma í leikstjórn Joachim Trier (leikstjórn / handrit), Eskil Vogt (handrit).
SVÍÞJÓÐ – Korparna (enskur titill: Ravens) í leikstjórn Jens Assur (leikstjórn / handrit).

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila