Nauðgunarmál sögð látin mæta afgangi í sænska réttarkerfinu

Aðeins 8% þeirra nauðgunarmála sem koma inn á borð sænsku lögreglunnar leiða til ákæru. Þetta kemur fram í pistli sem lögmaðurinn Barbro Jönsson skrifar í Aftonbladet í dag. Í pistlinum segir  Barbro að þetta megi til dæmis sjá í tölfræði frá árinu 2015 en þar kemur fram að aðeins 20 af þeim 232 málum sem bárust lögreglu á því ári hafi leitt til ákæru. Hann bendir á að ástandið sé gríðarlega slæmt þegar kemur að þessum málaflokki, auk þess sem nauðgunarkærur séu á lágum forgangi og sitji því oft á hakanum þegar kemur að úrvinnslu sakamála.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila