„Nauðsynlegt að allir leikmenn séu á staðnum“

Karl Berndsen frambjóðandi í 2.sæti Flokks fólksins í Reykjavík og Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Karl Berndsen sem skipar annað sætið hjá Flokki fólksins segist hafa fengið nýja sýn á lífið þegar hann veiktist alvarlega og missti af þeim sökum 90% af sjón sinni og þurfti að takast á við tilveruna á nýja vegu. Arnþrúður ræddi við Karl og Ingu Sæland formann Flokksins en Karl segist hafa fljótt áttað sig á að þeir sem væru í hans stöðu þyrftu að mæta hindrunum í daglegu lífi, t,d bilaðir og of fáir hljóðstaurar fyrir blinda í umferðinni, það hafi ýtt honum út í pólitíkina “ það er nauðsynlegt að allir leikmenn séu á staðnum og öryrkjar hafi sinn málsvara innan borgarinnar, sjónin hefur verið tekin frá mér en röddin ekki og ég mun berjast ef ég með þarf alla mína ævi til þess að koma aðgengismálununum í lag, gildismatið breytist við þessa reynslu„,segir Karl. Hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila