Nauðsynlegt að gæta að verðlagi og byggja upp innviði ferðaþjónustunnar

IMG_0602Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að þeir sem hafa tekjur af ferðaþjónustu verði að gæta sín þegar kemur að verðlagningu á vöru og þjónustu svo ferðamenn hætti ekki við að leggja leið sína til landsins. Vilhjálmur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni segir innig að það sé með ólíkindum að ekki hafi enn verið unnið í því að koma á gjöldum sem nýta mætti til þess að styrkja innviði ferðaþjónustunnar „ það er búið að taka alltof langan tíma hjá þessari ríkisstjórn, þessi ferðamannapassi eða hvað það sem menn ætluðu að taka hér upp, þetta er bara hneyksli að menn séu ekki búnir að finna flöt á þessu„,segir Vilhjálmur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila