Nauðsynlegt að gera dvöl fólksins í Laugardal bærilegri meðan hún stendur yfir

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins.

Úrbóta er þörf á tjaldstæðinu í Laugardal þar sem heimilislausir hafa hafst við undanfarin misseri. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur fór ásamt hópi fólks, meðal annars öðrum þingmanni Flokks fólksins til þess að kynna sér aðstæður heimilislausra á svæðinu, en Ólafur segir bráðnauðsynlegt að gera bragarbót á aðstæðum fólksins á meðan dvöl þeirra stendur “eitt er það að þarna myndast svell eftir snjókomu og svæðið er hættulegt yfirferðar, síðan eru þarna vandamál varðandi öryggi á afhendingu rafmagns, síðan mætti bæta aðgang að hreinlætisaðstöðu þarna”,segir Ólafur. Ólafur segir að eftir að hópurinn hafi fundað með íbúum svæðisins hafi því næst verið haldið til fundar við staðarhaldara ” okkur var vel tekið og mér heyrist að það sé fullur vilji til þess að taka á þessum málum og leitast við að bæta úr þessu þannig að dvölin þarna verði í við bærilegri“,segir Ólafur.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila