Nauðsynlegt að huga að bankakerfinu áður en allt fer í óefni

IMG_0291Viðar Guðjohnsen lyfjafræðingur segir að hann telji nauðsynlegt að þeir sem bjóði sig fram til Alþingis ræði um hvernig haga skuli bankakerfinu til framtíðar. Viðar sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni bendir á að sérstaklega þurfi að hafa í huga að bankakerfið sé nú á mikilli siglingu og því nauðsynlegt að ræða framtíð bankanna „ núna er tíminn, núna er tíminn til þess að leggja hart að þeim sem eru að fara í framboð að þeir gefi út hvaða sýn þeir hafa á bankakerfið því við sjáum á forsíðum Morgunblaðsins að útrásin sé að hefjast aftur, bankakerfið er að fara á fullt skrið, ég myndi segja að eftir um tvö ár verði það komið á fullt skrið og þá er kannski ekki hægt að stoppa hlutina ef við ætlum að einkavæða þessa tvo ríkisbanka sem liggur nú í augum uppi að verði gert„,segir Viðar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila