Nauðsynlegt að svara kjósendum því hvað borgarlínan kosti

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins.

Tveimur grundvallarspurningum er ósvarað um fyrirhugaða borgarlínu, og nauðsynlegt sé að þeir borgarfulltrúar sem tali fyrir þeirri hugmynd svari kjósendum þeim spurningum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur segir að í fyrsta lagi eigi eftir að útskýra hvað sé átt við þegar talað er um borgarlínu en hin sé “ hvað á þetta að kosta í heildina, í hvað eiga þessir 70 til 80 milljarðar að fara, hvað á þetta að kosta hverja fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu? , svo í þessu sambandi er alltaf talað um einhverja strætisvagna, og léttlest, geta þeir útskýrt hvað léttlest sé, geta þessir aðilar verið svo vinsamlegir að útskýra hvað þeir eru að tala um?“ spyr Ólafur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila