Nauðsynlegt að vera meðvitaður um hætturnar sem fylgja sjósundi

holmsteinnHólmsteinn A. Brekkan sem um árabil hefur stundað sjósund segir mikilvægt að þeir sem stundi sjósund séu meðvitaðir um hætturnar sem fylgi þeirri íþrótt. Hólmsteinn sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni segir hætturnar geta verið af ýmsum toga “ sjósund er náttúrulega alveg rosalega góð líkamsrækt en eins og með annað verður maður að fara mjög varlega í því, maður getur átt á hættu að ofgera sér, það getur gerst á stuttum leiðum því dagsformið getur verið mjög mismunandi, það eru líka straumar,dýpt og hitastig sem getur verið mjög mismunandi, það er oft talað um röndóttan sjó þar sem þú syndir úr einhverju belti sem er kannski átta gráður yfir í fjórar gráður, og svo á maður aldrei að fara einn„,segir Hólmsteinn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila