Nemendur háskólans í Malmö hafa litlar áhyggjur af hótunum um hryðjuverk

Bréf sem skilgreint hefur sem hótunarbréf, þar sem hryðjuverkamenn voru sagðir hafa ætlað að fremja hryðjuverkaárás í háskólanum í Malmö veldur nemendum ekki miklum áhyggjum og telja hótunina vera gabb. Bréfið barst skólanum 29.desember en þar segjast bréfritarar vera íslamskir hryðjuverkamenn sem ætli að fremja hryðjuverk og var mánudagurinn 8.janúar sagður vera dagurinn sem ætlunin var að láta til skarar skríða. Háskólanum var því lokað á mánudag þar sem yfirvöld töldu rétt að bregðast við þeim upplýsingum sem kæmu fram í bréfinu á viðeigandi hátt. Í gær var skólinn svo opnaður aftur og öryggisgæsla aukin, en þeir stúdentar sem sænska sjónvarpið ræddi við höfðu litlar áhyggjur af hótuninni sem þeir telja að hafi verið gabb.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila