Netdómstóll gæti gagnast vel í baráttunni gegn netníði

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður og Magnús Þór Hafsteinsson frambjóðandi Flokks fólksins.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að hugmyndir sem komið hafa upp um sérstakan netdómstól séu afar áhugaverðar og að gaman væri að sjá hvernig slíkur dómstóll myndi virka í baráttunni gegn netníði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms í síðdegisútvarpinu í dag en Vilhjálmur var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur ásamt Magnúsi Þór Hafsteinssyni frambjóðanda Flokks fólksins. Vilhjálmur segir að hefðbundin dómstólaleið gangi afar hæft fyrir sig í netníðsmálum en með því að setja upp netdómstól myndu slík mál ganga mun hraðar fyrir sig “ málsmeðferðin yrði öll miklu einfaldari og niðurstaða væri komin í málin á tiltölulega stuttum tíma og mönnum að kostnaðarlaus, það væri áhugavert að sjá þetta verða að veruleika hér„,segir Vilhjálmur.

Netníð er hættulegt lýðræðinu

Magnús Þór sem sjálfur hefur þurft að þola gróft netníð að undanförnu fyrrverandi sambýliskonu sinnar segir að netníð, t,d í garð fólks sem er að bjóða sig fram í kosningum geti beinlínis verið hættlegt lýðræðinu “ þarna fara fram nornabrennur, aftökur og grýtingar og þetta er mjög alvarlegur hlutur í okkar samfélagi, við fáum ekki lengur fólk til þess að gefa kost á sér og verða það sem kallað er opinberar persónur vegna þess að það óttast einmitt eitthvað svona„,segir Magnús.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila