Neyðarástand í samfélaginu

Sigurður Ingimarsson major hjá Hjálpræðishernum.

Það ríkir neyðarástand í samfélaginu og bera aðstæður heimilislausra þess glöggt vitni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Ingimarssonar majors hjá Hjálpræðishernum í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Edithar Alvarsdóttur. Sigurður segir að ráðamenn þurfi að hafa í huga forgangsröðun mála “ ef maður væri pólitíkus þá myndi maður velta fyrir sér hvað væri brýnasta málið, hvort það væri eitthvað varðandi framtíðina eða hvort það sé eitthvað málefni sem er aðkallandi núna, sem er þetta fólk sem þarf að koma í hús, það þarf að koma skjóli yfir fólkið, í mínum huga er þetta eitthvað sem maður hugsar fyrst um„,segir Sigurður.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila