Niðurstaða leiðtogafundarins er þrekvirki

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og hótelstjóri.

Niðurstaða fundar Donald Trump forseta Bandaríkjanna og Kim Jong Un leiðtoga Norður Kóreu er þrekvirki og mjög góður samningur fyrir báða samningsaðila.
Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að Norður Kóreumenn hafi verið nauðbeygðir til samninga enda kæmust þeir ekki upp með að blekkja Trump ” þeir hafa komist upp með að blekkja forvera hans, Clinton og Obama en áttuðu sig á að þeir gætu ekki blekkt Trump”,segir Guðmundur.

Guðmundur fór yfir helstu atriði fundarins í þættinum og einnig önnur heimsmál sem efst eru á baugi en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila