Nordea bankinn segir upp 4000 starfsmönnum

Risabankinn Nordea hefur sagt upp 13% starfsmanna sinna, eða um 4 þúsund manns. Þá er einnig búist við frekari uppsögnum og gert ráð fyrir að minnsta kosti 2000 ráðgjöfum sem starfa hjá bankanum verði sagt upp störfum á næstu misserum.  Ákvörðunin kemur í kjölfar ákvörðunar bankans um að flytja höfuðstöðvar sínar frá Stokkhólmi til Finnlands. Hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi þessa árs var yfir einn milljarður evra sem er í samræmi við væntingar og spár bankans. Ekki er ljóst hvort þeim starfsmönnum sem var sagt upp verði boðin endurráðning í nýjum höfuðstöðvum bankans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila