NORDEA segir upp fjármálastjórum

Yfirstjórn NORDEA bankans hefur sagt upp einum af sínum helstu fjármálastjórum bankans auk aðstoðarmanni hans. Uppsögnin kemur í kjölfar lélegrar afkomu bankans á þriðja ársfjórðungi ársins en þetta er í þriðja sinn á fimm árum sem bankinn lætur fjármálastjóra innan bankans taka pokann sinn. Skiptar skoðanir eru um uppsagnir fjármálastjóra bankans og eru sagðar til þess fallnar að auka enn á óstöðugleika innan bankans og auki áhættuna í rekstri hans, enda sé reynsla og þekking mikilvæg fyrir starfsemina. Stutt er síðan bankinn sagði upp fjölda starfsmanna vegna flutnings á höfuðstöðvum bankans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila