Norðmenn hætta að selja vopn til arabísku furstadæmanna

Norsk yfirvöld hafa stöðvað vopnasölu frá Noregi til arabísku furstadæmanna. Ástæðan er sögð vera vegna rökstudds gruns um að vopn sem seld hafi verið frá Noregi hafi verið nýtt til átaka í stríðinu í Jemen. Bannið er tímabundið en ekki liggur fyrir hvort eða hvenær banninu verði aflétt en samkvæmt tilkynningu frá norskum yfirvöldum verður banninu ekki aflétt undir núverandi kringumstæðum. Á ári hverju eru seld vopn frá Noregi til arabísku furstadæmanna að andvirði eins milljarðs íslenskra króna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila