Norræn strandmenningarhátíð haldin á Siglufirði

Norrænni strandmenningu verður gert hátt undir höfði á hátíð sem siglfirðingar halda í samvinnu við Vitafélagið, Síldarminjasafn Íslands og sveitarfélaginu Fjallabyggð 4-8 júlí næstkomandi.

Á hátíðinni verður meðal annars sýnt verklag frá fyrri tíð, til dæmis ullarþæfing, netagerð, og járnsmíði svo eitthvað sé nefnt. Þá verður söngurinn og tónlistarmenningin ekki langt undan því á kvöldin verður hin árlega Þjóðlagahátíð samtvinnuð við hátíðina.

Það ættu því flestir að finna eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni en dagskrána má finna með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila