Ný lög í Slóvakíu koma í veg fyrir trúarbragðaskráningu múslima

slovakiaLög sem nýverið voru samþykkt á slóvanska þinginu gera það að verkum að ómögulegt er að fá Islam skráð sem viðurkennd trúarbrögð í landinu. Nýju lögin gera ráð fyrir því að hver trúarbrögð þurfi að hafa að minnsta kosti 50.000 skráða félagsmenn innan söfnuða viðkomadi trúarbragða til þess að trúarbrögðin fáist viðurkennd af yfirvöldum sem hluti af trúarbrögðum í landinu, en félagsmenn innan Islamskra safnaða í Slóvakíu telja einungis 5000 manns. Rogert Fico forsætisráðherra Slóvakíu hefur ítrekað látið hafa eftir sér að enginn grundvöllur sé til staðar, hvorki fyrr og nú til þess að Islam verði viðurkennd trúarbrögð í landinu.

Athugasemdir

athugasemdir