Nýjar reglur sem tekið hafa gildi auka öryggi lyfjanotenda

Nýjar reglur um merkingu lyfjaumbúða hafa tekið gildi en reglunum er ætlað að draga úr líkum á því að fölsuð lyf rati inn í keðju löglegrar lyfjaframleiðslu og auka þar með öryggi notenda. Alþingi samþykkti í lok maí síðastliðið sumar frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lyfjalögum sem hefur það að markmiði að sporna við því að fölsuð lyf komist á markað. Með lagabreytingunni var verið að innleiða tilskipun og framkvæmdareglugerð Evrópusambandsins þannig að löggjöf í tengslum við lyf fjalli um alla aðila aðfangakeðjunnar svo hægt sé að tryggja áreiðanleika hennar. Innleiðingin felur meðal annars í sér þrengri heimildir en áður til umpökkunar og endurmerkingar lyfja.  Smelltu hér til þess að lesa nánar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila