Nýjasta útspil Evrópusambandsins enn eitt skrefið í stórveldissvæðingu

Það útspil Evrópusambandsins að afnema neitunarvald aðildarríkja til að koma á beinum skattgreiðslum ríkjanna til ESB er enn eitt skrefið í áætlun ESB um að verða að stórveldi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í Stokkhólmi í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Gústaf bendir á að fyrst um sinn ætli Evrópusambandið að setja á skatta sem séu ótengd fjárlögum aðildarríkjanna en síðan standi til að skatta á sviði heilsuverndar, loftslags- og umhverfismála ásamt virðisaukaskatti. Segir Gústaf að með þessi sé verið að gera lítið ur fullveldisrétti ríkjanna og að það fari ekki á milli mála að ætlunin sé að breyta Evrópusambandinu í stórveldi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila