Nýtt stórtap fyrir May: 391 þingmenn felldu Brexit-samninginn. Þingið greiðir atkvæði um útgöngu án samnings í dag

Brezka þingið greiddi atkvæði um „uppfærðan ESB-samning“ Theresu May í gær og var samningurinn felldur með 391 nei atkvæðum gegn 242 atkvæðum þeirra sem vildu samþykkja samninginn.
Í dag greiðir þingið atkvæði hvort Bretar eigi að fara samningslausir úr ESB eða ekki. Búist er við að tillagan um að fara út án samnings verði felld og þá situr þingið uppi með áframhaldandi veru í ESB þvert gegn niðurstöðu BREXIT þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þá verður þingið að taka afstöðu til þess að „fresta BREXIT“, – spurningin er hversu lengi en ESB hefur lýst ánægju með frestun Brexit, því slík frestun er gerð á grundvelli ESB en ekki Breta. Staða Theresu May er í lágmarki og sögur ganga um „hallarbyltingu“ innan Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson en hann mælir fyrir útgöngu án samnings. Ef tillagan um að fara út á samnings verður felld með miklum meirihluta gæti komið til afsagnar Theresu May og Brexit verði frestað.
Búast má við miklum mótmælum ef þingið frestar Brexit á morgun. Nigel Farage hefur boðað til tveggja vikna göngu gegn svikum stjórnmálaelítunnar í Westminister. Gangan hefst 16. mars í Sunderland og endar við brezka þingið 29. mars. Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila