Ódýrast að fjárfesta í íbúðarhúsnæði á Vestfjörðum

Ódýrast er að fjárfesta í húsnæði á Vestfjörðum en dýrast er að kaupa húsnæði í Reykjavík og er verðmunurinn á fermetranum allt að fjórfaldur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan íbúðamarkað. Þá kemur fram í skýrslunni að hlutfall skulda íslenskra heimila af ráðstöfunartekjum hafi ekki verið jafn lágt frá aldamótum. Samkvæmt framtíðarspá sem sett er fram í skýrslunni er gert ráð fyrir að húnæðisverð haldi áfram að hækka allt til ársins 2019 en á því ári gerir bankinn ráð fyrir að jafnvægi hafi verið náð á húsnæðismarkaði.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila