Ólafur F. Magnússon gefur út lag með þjóðhátíðaryfirbragði

Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarstjóri.

Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarstjóri sem að undanförnu hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína hefur gefið út nýtt lag sem ber heitið Bláhvíti fáninn. Óhætt er að segja að lag Ólafs hafi allt sem gott þjóðhátíðarlag þarf til að bera en Ólafur sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag var spurður um tilurð lagsins “ það kom til mín á 150 ára afmæli Einars Ben, þegar bláhvíti fáninn var dreginn að hún við Höfða og ég var uppnuminn og yfir mig hrifinn að þetta hafi verið gert, líklega hefur bláhvíti fáninn ekki verið dreginn að hún við Höfða um áratuga skeið eða jafnvel heila öld, þarna var Einari sýnd sú virðing sem ég hefði aldrei trúað að honum yrði sýnd, það var lengi búið að berjast fyrir þessu og Einar Ben var náttúrulega í alla staði eins ólíkur núverandi stjórnvöldum í Reykjavík en nokkur maður gat verið„,segir Ólafur. Lag Ólafs má heyra í spilaranum hér að neðan og þáttinn má hlusta á með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila