Ólögleg atvinnustarfsemi talsvert umfangsmikil hérlendis

Átak lögregluliðanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, í samstarfi við Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun og embætti ríkisskattstjóra gegn ólöglegri atvinnustarfsemi hefur leitt í ljós að víða sé pottur brotinn, en að undanförnu hefur verið haldið  úti sérstöku eftirliti í þessum málaflokki. Eftirlitið hefur staðið yfir frá því í haust en á sjö vikna tímabili hafa mál sem varða nærri 200 fyrirtækji, og um 900 starfsmanna þeim tengdum, verið tekin til skoðunar í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar rannsóknar þeirra mála hafa verið gefnar út 52 kærur, en aðallega er um að ræða brot á lögum um atvinnuleyfi. Ef skoðuð er tölfræði málanna sem um ræði kemur í ljós að alls hafi 20 fyrirtæki og 41 einstaklingur, þ.e. 37 karlar og 4 konur, verið kærð fyrir samtals 52 brot eins og áður sagði. Í um helmingi tilvika hafa heimsóknir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu beinst að veitinga- og skemmtistöðum í umdæminu. Nálægt fimmtungur eftirlitsins hefur snúið að hótelum og þá hafa heimsóknir lögreglunnar á byggingarsvæði verið ámóta margar. Einnig hefur verið farið í margar verslanir sömu erinda. Þeir sem lögreglan hefur haft tal af, eða afskipti, eru langflestir á aldrinum 20-39 ára. Við eftirlit lögreglu er einnig kannað hvort dvalarleyfi hjá viðkomandi sé fyrir hendi og að staðið sé við lögbundnar skatt- og gjaldgreiðslur eftir því sem við á.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila