Ómögulegt að segja hver taki við keflinu af Theresu May

Hallur Hallsson blaðamaður.

Óvissan í stjórnmálunum í Bretlandi er slík nú um stundir að erfitt er að segja um hver taki við keflinu af Theresu May þegar stjórnartíð hennar lýkur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli blaðamannanna Andrésar Magnússonar og Halls Hallssonar í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru viðmælendur Hauks Haukssonar. Þeir telja báðir að staða Boris Johnson sé með þeim hætti að hann sé ekki líklegur sem arftaki hennar “ menn hefðu sagt fyrir einhverjum misserum síðan að það hefði verið Boris Johnson en ég er sammála Andrési um að hann hafi ekki þann trúverðugleika sem til þarf„,segir Hallur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila