Orkumál Evrópusambandsins í miklum ólestri

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur.

Evrópusambandið ásælist endurnýjanlega orku frá löndum eins og Noregi og Íslandi af því að orkumál sambandsins eru í mjög miklum ólestri. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Í þættinum ræddi Bjarni um hinn orkupakka þrjú og fyrirhugaða aðild Íslands að honum. Bjarni bendir á að hér á landi hafi landsmenn engan ávinning af samningnum “ nema síður sé því að með því að vera inn á sameiginlegum orkumarkaði verður hörð samkeppni sem Ísland á ekkert erindi í, auk þess að verði sæstrengur lagður verði hann tekinn á land á miklu eldfjallasvæði sem gæti ógnað orkuöryggi okkar„,segir Bjarni. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila