Orkuverð til neytenda myndi hækka upp úr öllu valdi yrði orkupakkinn samþykktur

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur.

Orkuverð til neytenda myndi hækka gríðarlega yrði orkupakkinn samþykktur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Bjarni bendir á að hækkun orkuverðs vegna sameiginlegrar orkustefnu Evrópu í þeim löndum sem séu innan orkustefnunnar sé þegar tekið að hækka, til dæmis í Noregi þar sem verkalýðsfélög hafi meðal annars gefið út yfirlýsingar vegna mikilla hækkana á orkuverði, auk þess sem norskur iðnaður er farinn að láta í sér heyra “ norskur iðnaður er líka farinn að finna fyrir þessu og er kominn með kalda fætur, og hefur t,d Norsk Hydro sent frá sér yfirlýsingu þar sem lagst er gegn því að halda áfram þessum sæstrengstengingum við meginlandið, þetta hækkar orkuverð þar og það þarf enginn að efast um það að það muni gerast hér einnig ef orkupakkinn verður samþykktur„,segir Bjarni. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. Þá hefur Bjarni ritað fjölda greina um málið á bloggsíðu sína en hana má skoða með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila