Öryrkjabandalagið fagnar þingsályktunartillögunni

hjolastollÖryrkjabandalag Íslands fagnar þeim áfanga að í gær hafi verið samþykkt þingsályktunartillaga um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÖBÍ. Í tilkynningunni segir að  um sé að ræða eitt stærsta skref í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi og því beri að fagna. Þá segir í tilkynningunni að með fullgildingu samningsins sæe íslenska ríkið orðinn aðili að samningnum á alþjóðavettvangi, og með því lýsi ríkið því yfir gagnvart Sameinuðu þjóðunum að það sé bundið af þeim skuldbindingum sem felst í samningnum. Skuldbindingar samningsins eru m.a. að tryggja jafnræði og bann við mismunun, sjálfstætt líf, aðgengi, sjálfsákvörðunarrétt, tjáningar- og skoðunarfrelsi, heilsu, atvinnu, menntun og viðunandi lífsafkomu alls fatlaðs fólks, svo eitthvað sé nefnt. Þá feli fullgilding í sér skýra skyldu ríkisins til þess að innleiða samninginn í öll lög og stefnumótun en þar sé margt eftir óunnið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila