Óttar segir af sér formennsku hjá Bjartri framtíð

Óttar Proppé fráfarandi heilbrigðisráðherra.

Óttar Proppé fráfarandi heilbrigðisráðherra hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. Óttar segir í tilkynningu að í ljósi niðurstöðu kosninganna sé eðlilegt að hann axli ábyrgð á þeirri stöðu sem flokkurinn sé í og því segi hann af sér formennsku. Óttar segir að í ljósi stöðunnar fari betur á því að aðrir leiði flokkinn í þeim verkefnum sem hann þurfi að takast á við á næstu misserum, og segir liggja í augum uppi að flokkurinn þurfi að fara í róttæka naflaskoðun.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila