Óvissustigi lýst yfir vegna mikillar skjálftavirkni á Norðurlandi

Ríkislögreglustjóri í samvinnu við lögregluna á Norðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna mikillar skjálftavirki úti fyrir Norðurlandi. Þúsundir skjálfta hafa mælst á svæðinu að undanförnu og í morgun varð skjálfti upp á 5,2 stig sem er stærsti skjálftinn sem mælst hefur í þessari hrinu, en skjálftans varð vart víða á Norðurlandi. Rétt er að benda á að gott er fyrir fólk á svæðinu að kynna sér rétt viðbrögð við jarðskjálftum en leiðbeiningar má finna á vef Almannavarna, en hlekk á vefinn má finna hér fyrir neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila