Páll styður ekki ráðherralista Sjálfstæðisflokksins

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ósáttur við að hafa ekki verið valinn á ráðherralista flokksins því geti hann ekki stutt ráðherralista flokksins. Páll segir að honum finnist mikilvægt að Suðurkjördæmi fái sinn ráðherra til að gæta að hagsmunum kjördæmisins og nú sé ljóst að í annað sinn hafi þeir hagsmunir verið sniðgengnir. Páll segir þó að hann styðji þrátt fyrir allt málefnasamning ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnina sjálfa. Þá er Jón Gunnarsson þingmaður flokksins einnig ósáttur við að hafa ekki fengið ráðherraembætti en styður samt sem áður stjórnina.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila