Peter Springare kærir yfirmenn lögreglu til eftirlitsnefndar dómsmála

Rannsóknarlögreglumaðurinn Peter Springare.

Sænski rannsóknarlögreglumaðurinn Peter Springare hefur kært yfirmenn sína lögreglunni í Örebro til eftirlitsnefndar dómsmála í Svíþjóð. Eins og kunnugt er hafa skrif Peters um þjóðerni þeirra sem fremja glæpi í Svíþjóð vakið athygli og opnað á miklar umræður um málin. Ástæður þess að Peter ákvað að leggja fram kæru á yfirmenn sína eru þær að hann telur vegið að tjáningarfrelsi hans „mér finnst hafa verið gengið á réttindi mín og sótt hart að mér fyrir að hafa nýtt mér tjáningarfrelsið“ segir í kærunni. Springare segir að allt frá því hann skrifaði frægt innlegg á facebook 3. febrúar síðastliðinn hafi lögregluyfirvöld haft horn í síðu hans og meðal annars reynt án árangurs að kæra hann fyrir hatursorðræðu og þá hafi verið reynt að tengja hann við pólitík til þess að gera hann tortryggilegan. Peter segir aðför lögregluyfirvalda séu ákveðin skilaboð af hálfu yfirvalda til annara lögreglumanna „að þeir skulu ekki opinbera skoðanir sínar„,segir Peter.

Athugasemdir

athugasemdir