Peter Springare telur lögregluyfirvöld ætla sér að tengja hann við lögbrot

Rannsóknarlögreglumaðurinn Peter Springare.

Sænski rannsóknarlögreglumaðurinn Peter Springare sem vakti gríðarlega athygli á dögunum eftir að hafa birt upplýsingar um þjóðerni glæpamanna hefur verið kærður á ný, nú vegna meints tölvuinnbrots. Kæran er sögð vera til komin vegna opinnar greinar sem Peter ritaði í blaðið Nerikes Allehanda, en þar greinir hann frá upplýsingum sem lögreglan sakar hann um að hafa komist yfir með því að brjótast inn í tölvur. Peter segist ekki hissa á að hann hafi verið kærður á ný, og segir að hann hafi í raun búist við því „ Lögregluyfirvöld grafa áfram eins og þeir mögulega geta til að reyna að finna eitthvað á mig , sem þeir geta síðan tengt einhverju brotlegu. Ég get ímyndað mér að þeir muni setji góðan kraft í að finna eitthvað, sérstaklega eftir að þeim mistókst að kæra mig fyrir hatursáróður gegn þjóðfélagshópi, þannig virkar þetta hjá lögreglunni„,segir Peter.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila