Pétur sýknaður af ákæru um meinta hatursorðræðu

Pétur Gunnlaugsson.

Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður á Útvarpi Sögu var í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins vegna ákæru um meinta hatursorðræðu. Meint hatursorðræða átti að hafa átt sér stað í þættinum Línan laus í apríl árið 2015 þegar Pétur var við símann og tók við símtölum hlustenda. Niðurstaða Héraðsdóms er mjög afdráttarlaus um að samtölin í þættinum hafi ekki falið í sér hatursáróður auk þess sem Pétur hefði hvort sem er ekki getað borið ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna en í dómnum segir meðal annars „opinber umræða um hvað eina í lýðræðisþjóðfélagi hefur iðulega í för með sér ýmiss konar óþægindi fyrir einstaklinga og/eða hópa fólks. Fólk móðgast, hneykslast eða reiðist, telur á sig hallað, telur á sér brotið og svo framvegis. þetta er óhjákvæmilegur fylgifiskur opinberrar umræðu í lýðræðisþjóðfélagi„. Í dómnum kemur fram að meta bæri samtölin sem voru fjögur út frá tilefni þeirra og kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að þau hafi verið hluti af þjóðfélagsumræðu um málefni þar sem skoðanir væru skiptar “ þegar samtölin fjögur eru virt hvert um sig, er það mat dómsins að ekkert í þeim, hvorki ummæli ákærða né að útvarpa ummælum hlustenda séu þess konar ummæli að virða beri þau sem brot gegn 233. gr.a a almennra hegningarlaga„. segir í dómnum.

Smelltu hér til þess að lesa dóminn

Athugasemdir

athugasemdir