Símatíminn: Birgitta mátti búast við viðbrögðum Pírata vegna stuðnings við ríkisstjórn Jóhönnu á bak við tjöldin

Birgitta Jónsdóttir hefði mátt sjá fyrir að hún fengi viðbrögð við því að hafa stutt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á bak við tjöldin, ríkisstjórn sem lét bera tíu þúsund fjölskyldur út úr húsum sínum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í morgun þar sem átökin innan Pírata voru rædd.

það hefur kraumað þarna undir niður og búin að vera átök í gegnum árin, á sínum tíma vildi fólk bara hreinsa út og fannst vera komið gott, vildi fá inn nýtt blóð“ segir Arnþrúður

“ Birgitta gerði sín stærstu mistök þegar hún gekk til liðs við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, ekki opinberlega, heldur á bak við tjöldin, þá var hún í Hreyfingunni ,hún seldi eiginlega sálu sína sögðu margir, hún lét spila með sig og hélt hún fengi stjórnarskrá í staðinn,  þetta var í kjölfar þess að fimm þingmenn höfðu yfirgefið Vinstri græna, voru kallaðir villikettirnir. Ríkisstjórnin hafði ekki lengur meirihluta í þinginu og fengu Hreyfinguna til liðs við sig, á nákvæmlega á sama tíma og Hreyfingin lagði blessun sína yfir gjörðir ríkisstjórnarinnar var sama ríkisstjórn að ákveða að láta selja ofan af tíuþúsund fjölskyldum, fjörutíu þúsund misstu heimili sín, þetta hefði aldrei geta gerst nema af því að þau fengu þennan meirihluta inni í þinginu, því í raun og veru var þessi ríkisstjórn kolfallin

Birgitta ber líka ábyrgð á að fólk var borið út á götu

Arnþrúður benti á að ábyrgð Birgittu gagnvart þeim sem misstu heimili sín, væri mikil“  þessi mistök gerði Birgitta og ber að því leyti ábyrgð á því hvernig fór fyrir fólki, tók þátt í að reisa skjaldborg fyrir heimilin sem síðar reyndist vera ósannindi og svikabrögð, sumir hafa enn ekki bitið úr nálinni með þetta, þetta er svona upphafið að hennar óförum.  Þetta fylgdi henni inn í hóp Pírata, reynsla Helga Hrafns sem hann hefur verið að greina frá er mjög umhugsunarverð því við þekkjum það að á vinnustöðum og jafnvel í stjórnmálaflokkum að  það þarf aðeins eitt eitrað epli til þess að skaða mikið í kringum sig„,segir Arnþrúður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila