Staða Pírata afar vandræðaleg

Páll Vilhjálmsson

Sú staða sem Píratar eru komnir í eftir að forsætisnefnd þingsins komst að um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður flokksins hefði brotið siðareglur er afar vandræðaleg fyrir Pírata. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Vilhjálmssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Viðbrögð Pírata við áliti siðanefndar tómt rugl


Páll bendir á að Píratar hafi hæst kallað eftir því að siðvæða stjórnmálin en hlaupist undan þegar þeir lendi sjálfir í þeirri stöðu að hafa brotið siðareglur “ ef að Píratar hefðu um leið og álit siðanefndar lá fyrir beðið Ásmund Friðriksson auðmjúklega afsökunar þá hugsa ég að málið hefði lognast út af en það gera þeir hins vegar ekki, heldur forhertust og vildu láta rannsaka sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu um Ásmund sem er auðvitað tómt rugl„,segir Páll. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila