Píratar vilja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni

Píratar hafa samþykkt stefnu um miðstöð innanlandsflugvallar þar sem fram kemur vilji flokksins um að starfsemi flugvallarins víki úr Vatnsmýrinni. Píratar setja þó þann fyrirvara að fyrst þurfi annar flugvöllur að koma í stað Reykjavíkurfluvallar og sá flugvöllur þurfi að vera staðsettur á suðvesturhorni landsins. Í tilkynningu frá Pírötum segir um málið ” með nýsamþykktri stefnu vilja Píratar í Reykjavík hvetja stjórnmálafólk til að taka næsta skref í umræðunni um flugvöllinn og innanlandsflug. Þá vilja Píratar í Reykjavík að hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur verði skoðuð af alvöru. „Lestin myndi nýtast miðstöð innanlandsflugsins og tengja sveitarfélögin á SV-horninu saman búsetu- og atvinnulega. Hún myndi draga úr bílaumferð, vera umhverfisvæn og auka umferðaröryggi. Áfram verði unnið að rannsóknum og hagkvæmniathugunum

Athugasemdir

athugasemdir

Deila