Ráðamenn skeytingalausir í máli litla drengsins sem flytja á nauðugan til Noregs

lonelyHelena Brynjólfsdóttir amma Eyjólfs litla sem norsk barnaverndaryfirvöld hafa krafist að verði fluttur nauðugur til Noregs að kröfu þeirra segist tala fyrir daufum eyrum íslenskra yfirvalda. Helena sem var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segist hvergi fá áheyrn um mál drengsins innan kerfisins “ það bara vill enginn tala við okkur, ég hafði samband við ritarann í innanríkisráðuneytinu fyrir þremur vikum og hún sagðist ætla að finna tíma þar sem ég gæti mætt en ég hef ekkert heyrt ennþá og maður kemur í raun og veru alls staðar að lokuðum dyrum„,segir Helena. Þá greindi Helena meðal annars frá því í þættinum að verði drengurinn fluttur til Noregs verði hann gerður að norskum ríkisborgara gegn hans vilja og aðstandenda. Þátturinn verður endurfluttur í kvöld kl.22:00.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila