Ráðgjafanefnd Landspítalans kom saman í fyrsta sinn

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum ráðgjafanefndarinnar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fylgdi úr hlaði fyrsta fundi nýskipaðrar ráðgjafarnefndar Landspítalans sem haldinn var í velferðarráðuneytinu í vikunni. Svandís lýsti ánægju með að nefndin væri tekinn til starfa, hún myndi verða Landspítalanum mikilvægur bakhjarl og hefði mikilvægu hlutverki að gegna.

Hún sagði einnig mjög mikilvægan þann tilgang með starfsemi nefndarinnar að efla tengsl Landspítalans við þjóðfélagið og möguleika notenda þjónustunnar til að hafa áhrif á starfsemi og þjónustu spítalans. Nánar er fjallað um hlutverk ráðgjafarnefndarinnar í erindisbréfi ráðherra til nefndarinnar.

Ráðgjafarnefndin er skipuð samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu til fjögurra ára. Formaður hennar er Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.

Í nefndinni eru níu aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin skal vera forstjóra og framkvæmdastjórn til ráðgjafar og álits um þjónustu, starfsemi og rekstur spítalans, og fjalla meðal annars um árlegar starfs- og fjárhagsáætlanir spítalans og langtímastefnu hans. Formaður nefndarinnar skal í samráði við forstjóra boða til upplýsinga- og samráðsfunda eftir því sem þurfa þykir og ekki sjaldnar en tvisvar á ári, eins og segir í lögum um hlutverk ráðgjafarnefndarinnar.

Eftirtaldir eiga sæti í ráðgjafarnefndinni:

Aðalmenn

Kristín Ingólfsdóttir, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, formaður
Óskar Reykdalsson, lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, varaformaður
Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands
Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB
Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu
Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðumaður Hjartaverndar

Varamenn

Hjalti Þór Vignisson, fyrrverandi sveitastjóri
Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla
Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Anna Stefánsdóttir, formaður Spítalans okkar
Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
Reynir Tómas Geirsson, fyrrum prófessor og fæðingarlæknir
Henny Hinz, hagfræðingur ASÍ
Andri Snær Magnason, rithöfundur

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila