Ráðist á kristna flóttamenn í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í nýrri skýrslu þýsku lögreglunnar um málefni flóttamanna og hælisleitenda er dregin upp afar dökk mynd af átökum sem eiga sér stað milli ólíkra trúarhópa inna flóttamannabúða í Þýskalandi. Í skýrslunni segir að um 100 árásir í það minnsta hafi verið gerðar á kristna einstaklinga í búðunum. Sérstakan óhug vakti mál afgangskrar konu sem hafði snúist frá íslam til kristni en hún var stungin til bana fyrir framan ung börn sín. Morðinginn var handtekinn en hann hafði áður hótað konunni lífláti vegna trúskiptanna. Margir kristnir flóttamenn hafa vegna þessara tíðu árása beðið um að verða fluttir annað en þýsk yfirvöld hafa ekki brugðist við þeim beiðnum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila