Ræða þarf rekstrarstöðu fjölmiðla í heild

illugi 002Illugi Gunnarsson mennta og menningarmálaráðherra segir að í umræðunni um samkeppnisstöðu frjálsra fjölmiðla gagnvart RÚV ohf, sakni hann þess að umræðan snúist oft upp í það hvort menn séu með eða á móti rekstri RÚV. Illugi sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að það sem skipti raunverulegu máli sé að ræða heildarmyndina “ hvað munið þið eftir mörgum utandagskrárumræðum um rekstrarstöðu fjölmiðla?, það kom ein beiðni til mín síðastliðið vor sem ég var mjög ánægður með að fá, sem sneri að stöðu fjölmiðla á Íslandi og ég held að það hafi verið Birgitta sem bað um þetta, og ég var mjög spenntur og hélt að við ætluðum að fara að ræða þetta en sú umræða fór aldrei þangað, því miður, hún fór bara út um víðan völl, en það sem mér finnst alveg rosalega erfitt að fá fram er alvöru umræða um stöðu fjölmiðla á Íslandi, rekstrarstöðu einkareknu miðlanna og ræða þetta án þess að það sé í einhverri hugmyndafræðilegri deilu um stærð Ríkisútvarpsins„,segir Illugi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila