Ræddu Brexit og fiskveiðistjórnarmálin

Bjarni Benediktsson og Michael Gove.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra átti fund í gær, með Michael Gove ráðherra umhverfis,-

matvælaframleiðslu- og byggðamála í Bretlandi en sjávarútvegsmál heyra undir ráðuneyti hans. Á
fundinum ræddu þeir meðal annars um góð samskipti landanna og lögðu áherslu á að nýta tækifærin til að styrkja þau enn frekar. Þá ræddu ráðherrarnir úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) og sjávarútvegsmál en að sögn Goves er megintilgangur heimsóknarinnar að kynna sér íslenska
fiskveiðistjórnunarkerfið og starfsemi á sviði sjávarútvegs.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila