Rafbílavæðingin hefur gengið hraðar en búist var við

Rafbílavæðingin hér á landi hefur gengið mun hraðar en búist hafi verið við, miðað við þær spár sem settar hafa verið fram. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Þá ræddi Runólfur um þau ruðningsáhrif sem rafbílavæðingin hefur í för með sér, auk þess sem hann ræddi um metanbíla og hvort af þeim stafaði sprengjuhætta eins og haldið hefur verið fram ” þetta hefur verið prófaðtil dæmis með því að láta skriðdreka aka yfir metanbíl en ekkert gerðist svo þetta eru afskaplega öruggir bílar og engin hætta sem stafar af þeim“,segir Runólfur.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila